ÓB mót stúlkna 2024

Skráning á mótið er hafin og er hægt að skrá lið á netfangið mot.tindastoll@gmail.com
Leikir hefjast laugardaginn 22. júní um kl. 9 og reiknað með að síðustu leikir verði sunnudaginn 23. júní kl. 15:00. 
Leikjaplan, gisting og aðrar upplýsingar koma síðar.
Á laugardeginum er skemmtilegt 8. flokksmót sem er í boði fyrir yngri fótboltahetjur, en þetta er tilvalið fyrir systkini og vini. 
Þátttakendur síðustu ár hafa verið í kringum 700 talsins og skapast mikil stemning í kringum liðin. Það er stutt í gistiaðstöðu liða yfir á keppnisvelli. Sundlaugin og önnur þjónusta er síðan í göngufæri frá vallarsvæði. 

Tjaldsvæði er fyrir ofan keppnisvöll og stutt að ganga niður á keppnissvæði fyrir fjölskyldur og stuðningsmenn. 

Verið hjartanlega velkomin í Skagafjörð.