Lee Ann Maginnis ráðin framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls

Lee Ann, önnur frá vinstri, ásamt stjórnarfólki knattspyrnudeildar Tindastóls, Guðnýju Axelsdóttur, …
Lee Ann, önnur frá vinstri, ásamt stjórnarfólki knattspyrnudeildar Tindastóls, Guðnýju Axelsdóttur, Guðna Kristjánssyni og Magnúsi Helgasyni.

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur ráðið Lee Ann Maginnis sem framkvæmdastjóra deildarinnar. Lee Ann mun starfa með stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls, barna- og unglingaráði félagsins og þjálfurum. Hún hefur hafið störf. 

Lee Ann er reynslumikil á sviði rekstrar knattspyrnudeilda. Hún er lögfræðimenntaður kennari og starfar sem umsjónarmaður dreifnáms FNV í Austur-Húnavatnssýslu á Blönduósi.

Lee Ann mun flytja á Sauðárkrók í vor ásamt syni sínum.

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls óskar Lee Ann velfarnaðar í starfi og hlakkar til samstarfsins.