- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Konráð Freyr Sigurðsson, Konni, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Konni hefur verið í kringum liðið í nokkur ár og var í þjálfarateyminu þegar liðið spilaði síðast efstu deild. Konni er mjög reynslumikill sem leikmaður og hefur fengið góða reynslu sem þjálfari.
Að sögn Halldórs Jóns, Donna, þjálfara meistaraflokks kvenna, er Konni með mjög flotta tengingu við leikmenn liðsins og tengja þeir tveir mjög vel saman sem þjálfarar. Þeir hugsa fótbolta á sama hátt og eiga hugmyndir þeirra mjög vel saman þegar kemur að taktík.
,,Það er rosalega mikið fagnaðarefni að fá Konna með okkur í þessa skemmtilega baráttu sem sumarið er og hann mun án efa hjálpa öllum bæði leikmönnum og okkur þjálfurum alveg gríðarlega mikið, auk þess sem hann mun fá dýrmæta reynslu sjálfur fyrir framtíðina þar sem þarna er á ferðinni alveg svakalega efnilegur þjálfari“ segir Donni.