Jólafrí Knattspyrnudeildar

Knattspyrnudeildin fer í jólafrí frá og með 17. desember. Æfingar hefjast síðan aftur 9. janúar á nýju ári. Einhverjar breytingar verða á æfingatöflu í janúar en stærsta breytingin er líklega sú að knattspyrnudeildin ætlar að bjóða upp á reglulegar markmannsæfingar fyrir iðkendur yngri flokka. Tímasetning æfinganna verður auglýst síðar.