Fyrstu heimaleikirnir um helgina - árskort komin í sölu

Meistaraflokkar Tindastóls eiga heimaleiki núna um helgina þegar keflavík og njarðvík koma í heimsókn. Stelpurnar hefja leik klukkan 19:15 á föstudaginn gegn keflavík og strákarnir eiga leik á laugardeginum gegn Njarðvík.

Stelpurnar töpuðu fyrsta leik sínum í mótinu gegn sterku liði ÍA á meðan strákarnir hafa gert 2 jafntefli í sínum fyrstu 2 leikjum.

Við hvetjum alla til að mæta á fyrstu heimaleikina á króknum og þeir sem hafa áhuga á að næla sér í árskort á leiki meistaraflokkanna geta sent tölvupóst á fotbolti@tindastoll.is

Árskort gildir á alla leiki meistaraflokkanna og kostar 10 þúsund krónur

Áfram Tindastóll