Frá Knattspyrnudeild Tindastóls

 Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar fór fram í gærkvöld 25.06. Efni fundarins var aðeins eitt, að kjósa formann og stjórn fyrir deildina. Það tókst því Jóhann Daði Gíslason gaf kost á sér til formanns og hlaut einróma kosningu. Magnús Helgason gaf áfram kost á sér til gjaldkera og Guðný Axelsdóttir sem ritari. Þau munu svo finna með sér fólk til starfa

Er það von stjórnarmanna að nú muni takast að efla andann og fá ungt og ferskt fólk til starfa fyrir deildina.

Um hinn nýja formann, Jóhann Daða er það að segja að hann er 25 ára gamall, leikmaður meistaraflokks karla hjá Tindstól, og hefur komið að styrkjaöflun fyrir deildina. Hann á að baki nám í viðburðastjórnun og hefur nokkra reynslu sem slíkur. Jóhann Daði er innfæddur Króksari, sonur Lýdíu og Gísla Sig. og vitað er að Tindastólshjartað slær hvergi fastar.