Donni hættur með Tindastól

Tilkynning frá Tindastóli.

Halldór Jón Sigurðsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Tindastóli.  Donni tók við liðinu á erfiðum tíma árið 2011 og stýrði liðinu í efsta sæti í 2. deildinni það ár og síðan þá hefur liðið leikið í 1. deild.  Knattspyrnudeild Tindastóls þakkar Donna fyrir góðan tíma og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Knattspyrnudeild Tindastóls mun á næstu dögum hefja leit að nýjum þjálfara fyrir liðið og er þeim sem hafa áhuga á starfinu velkomið að hafa samband.

Knattspyrnudeild Tindastóls.