Tindastólsmenn með kröftugan sigur á Keflvíkingum

Það var að duga eða drepast fyrir Stólana í kvöld þegar þeir tóku á móti Keflvíkingum í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar. Það var vel mætt í Síkið og meira að segja hávær hópur Keflvíkinga lét í sér heyra – í það minnsta framan af leik. Stólarnir tóku öll völd á vellinum í öðrum leikhluta og leiddu með 25 stigum í hálfelik. Þeir gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik þrátt fyrir villuvandræði lykilmanna og lönduðu kröftugum sigri, 107-80.
Lesa meira

Skyldumæting í Síkið í kvöld

Tindastóll - Keflavík, leikur 3
Lesa meira

Keflvíkingar komnir með Stólana í gólfið

Annar leikur Keflavíkur og Tindastóls fór fram í Sláturhúsinu suður með sjó í kvöld og var um hörkuleik að ræða. Heimamenn náðu yfirhöndinni í öðrum leikhluta en Stólarnir gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í tvö stig þegar 40 sekúndur voru eftir. Það dugði hins vegar ekki til því Keflvíkingar kláruðu leikinn af vítalínunni og sigruðu 86-80. Þeir leiða því einvígið 2-0 og geta því skóflað Stólunum í sumarfrí nú á miðvikudaginn þegar liðin mætast þriðja sinni og að þessu sinni í Síkinu.
Lesa meira

Keflavík - Tindastóll

Staðan í einvígiun 0:1
Lesa meira

Maggi Már marði Stólana

Það voru mikil vonbrigði fyrir heimamenn að tapa fyrsta leiknum í einvigi Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í kvöld en leikmenn skildu allt eftir í Síkinu í geggjuðum tvíframlengdum körfuboltaleik. Gestirnir litu lengi vel út fyrir að ætla að landa næsta öruggum sigri en Stólarnir sýndu ótrúlega seiglu og náðu að jafna undir lok venjulegs leiktíma og voru síðan hársbreidd frá sigri. Fyrri framlengingin var æsispennandi en í upphafi þeirrar seinni fékk Hester sína fimmtu villu og þá var úti ævintýri. Lokatölur 102-110.
Lesa meira

Tindastóll og Keflavík hefja leik í kvöld

Þriðja sætið var niðurstaðan hjá Tindastólsmönnum í Dominos-deildinni í vetur og sú ágæta frammistaða tryggði Stólunum heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Strákarnir hefja leik í kvöld, fimmtudaginn 16. mars, þegar Keflvíkingar mæta í Síkið og hefst leikurinn kl. 19:15 en þrjá leiki þarf að sigra til að komast áfram í undanúrslitin.
Lesa meira

Leikdagar í 8-liða úrslitum

Tindastóll - Keflavík
Lesa meira

Leikir helgarinnar

Unglingaflokkur karla og 8. flokkarnir
Lesa meira

Stólarnir enda í þriðja sæti og mæta Keflvíkingum í úrslitakeppninni

Lið Tindastóls fékk annað tækifæri til að tryggja sér annað sætið í Dominos-deildinni í lokaumferðinni í kvöld. Mótherjarnir voru Haukar og var leikið í Hafnarfirði og útlitið var ágætt þegar síðasti leikhlutinn hófst en þá köstuðu Stólarnir sigrinum frá sér með slæmum leik og á endanum fögnuðu Haukar þriðja sigri sínum í röð. Lokatölur 77-74.
Lesa meira

Haukar - Tindastóll annað kvöld

Síðasta umferð Domino's deildarinnar veturinn 2016-2017
Lesa meira