Stólarnir í úrslit Maltbikarsins eftir draumaleik Arnars

Tindastóll og Haukar mættust í Laugardalshöllinni í kvöld í undanúrslitum Maltbikarsins. Stólarnir höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og fögnuðu að lokum af krafti sætum sigri á toppliði Dominos-deildarinnar, Lokatölur voru 85-75 en atkvæðamestur í liði Tindastóls var Sigtryggur Arnar sem gerði 35 stig og tók 11 fráköst í sannkölluðum draumaleik. Andstæðingar Stólanna í Höllinni á laugardaginn verður lið KR.
Lesa meira

Tindastólsmenn léku við hvurn sinn fingur gegn Völsurum

Valsmenn komu norður í Síkið í gærkvöldi og léku við lið Tindastóls sem þurfti nauðsynlega að ná sér á strik eftir dapra frammistöðu gegn ÍR á dögunum. Það gekk eftir því Stólarnir hafa sennilega átt einn sinn albesta leik í vetur, vörnin var frábær og sóknarleikurinn oft á tíðum glimrandi þannig að Valsmenn virtust vart vita á köflum á hvora körfuna þeir áttu að sækja. Allir leikmenn Tindastóls komust á blað og niðurstaðan sterkur sigur, lokatölur 103-67.
Lesa meira

Sem betur fer eru ekki alltaf jólin

Tindastólsmenn héldu í Breiðholtið í gær og léku við spræka ÍR-inga í Dominos-deildinni. Reiknað var með hörkuleik eins og oftast þegar þessi lið mætast og sú varð raunin. Heimamenn höfðu þó undirtökin nánast allan leikinn en sigruðu hálf slappt lið Tindastóls sem á það til að sýna sínar verri hliðar í kjölfar jóla. Lokatölur 83-75 fyrir ÍR.
Lesa meira

Jólafrí í körfunni

Jólafrí í körfunni hafið
Lesa meira

Stólarnir náðu ekki að slökkva á Loga

Ekki náðu Tindastólsmenn að hrista af sér KR-slenið þegar Njarðvíkingar mættu í Síkið í gærkvöldi. Gestirnir áttu hörkuleik og sérstaklega lék Logi Gunn við hvern sinn fingur og gerði Stólunum lífið leitt. Einhvern neista vantaði í lið heimamanna sem voru án Chris Caird og Axels auk þess sem Björgvin virtist vera í einhverju straffi hjá Martin og kom ekki við sögu. Lokatölur voru 93-100 fyrir Njarðvík og vonandi ná Stólarnir að rétta úr kútnum áður en lið ÍR kemur í heimsókn í Maltbikarnum á mánudag.
Lesa meira

Ung og efnileg

Þjálfarar yngri flokka landsliða hafa valið hóp til þess að æfa um jólin og eigum við Tindastóls menn nokkra leikmenn þar
Lesa meira

Tindastólsmenn í tómu tjóni í Vesturbænum

Það leit allt út fyrir hörkuleik í DHL-höllinni í kvöld þegar lið KR og Tindastóls mættust í einum af stórleikjum tímabilsins í Dominos-deildinni. Það væri þó synd að segja að Stólarnir hafi mætt til leiks að þessu sinni því KR-ingar hreinlega rúlluðu yfir okkar menn. Eins og stundum áður í viðureignum þessara liða þá var það Brynjar Þór Björnsson sem þurfti endilega að hitta á stjörnuleik. Lokatölur voru 97-69 fyrir KR.
Lesa meira

Þórsarar kafsigldir í Síkinu

Það var boðið upp á frekar kostulegan leik í Síkinu í kvöld þegar lið Þórs frá Þorlákshöfn mætti á Krókinn. Bæði liðin tefldu fram splunkunýjum Könum og voru báðir talsvert ryðgaðir við fyrstu sýn. Þórsarar stóðu í Tindastólsmönnum langt fram í annan leikhluta en þegar Stólarnir stigu upp í varnarleiknum þá sprungu gestirnir á limminu og heimamenn biðu kærlega að heilsa. Lokatölur 92-58.
Lesa meira

Hester ökklabrotinn og gæti verið frá í þrjá mánuði

Eins og flestir stuðningsmenn körfuboltaliðs Tindastóls vita þá varð Antonio Hester, erlendur leikmaður Stólanna, fyrir slæmum meiðslum í sigurleiknum gegn liði Keflavíkur í gærkvöldi. Kappinn gat ekki stigið í fótinn eftir að hann virtist snúa sig en nú er komið í ljós að meiðslin voru alvarlegri en fyrst var talið því Hester er ökklabrotinn.
Lesa meira

2 flokkar á ferðinni um helgina

9 flokkur stúlkna og 7 flokkur drengja spila fyrir sunnan um helgina
Lesa meira