Körfubolti
05.12.2015
Skagfirðingar kepptu á þremur vígstöðvum í sjónvörpum landsmanna í gærkvöldi og máttu bíta í það súra epli að fara halloka á þeim öllum. Frammistaðan var hins vegar til mikillar fyrirmyndar og geta keppendur í Útsvari, The Voice og körfuboltalið Tindastóls borið höfuðið hátt þrátt fyrir svekkelsið. Tindastóll tapaði fyrir liði Íslandsmeistara KR í Vesturbænum eftir æsispennandi og að lokum framlengdan leik. Lokatölur 80-76.
Lesa meira
Körfubolti
01.12.2015
Þjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa valið sína fyrstu æfingahópa fyrir verkefni næsta sumars og þar á meðal eru þrjár stúlkur frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls. Þær eru Linda Þórdís B. Róbertsdóttir í U18 og Alexandra Ósk Guðjónsdóttir og Telma Ösp Einarsdóttir í U16.
Lesa meira
Körfubolti
26.11.2015
Tindastóll tók á móti toppliði Keflvíkur í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld og það var heldur betur fjör í sjóðheitu Síkinu. Slenið sem hefur legið eins og mara yfir leikmönnum Stólanna í haust var á bak og burt og nú kannaðist maður aftur við baráttuna og leikgleðina sem einkenndi liðið síðasta vetur. Keflvíkingar voru reyndar fullir af sjálfstrausti og spiluðu á köflum glimrandi körfubolta en í kvöld voru það heimamenn í Tindastóli sem bitu betur á jaxlinn þegar mestu máli skipti. Lokatölur 97-91.
Lesa meira
Körfubolti
12.11.2015
Hann var ekki fallegur leikur Tindastóls og Hattar í Síkinu í kvöld í Dominos-deildinni í körfubolta og sérstaklega voru heimamenn flatir. Ef eitthvað bit hefði verið í Hattarmönnum þá hefðu þeir stolið þessu undir lokin. Það góða við leikinn er að hann er búinn og skilaði tveimur stigum á töfluna til Tindastóls.
Lesa meira
Körfubolti
12.11.2015
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks en sem kunnugt er var Finninn Pieti Poikola leystur undan samningi í október. Nýr þjálfari liðsins er hinn 43 ára gamli Spánverji, José María Costa Gómez, en hann var m.a. yfirþjálfari hjá Tenerife Baloncesto með Israel Martín, síðar þjálfara Tindastóls, sem aðstoðarþjálfara.
Lesa meira
Körfubolti
06.11.2015
Tindastóll fór aftur í Ljónagryfjuna í gærkvöldi eftir að hafa mátt lúta í parket þar í bikarnum í byrjun vikunnar. Rétt eins og þá var það varnarleikur liðanna sem var í fyrirrúmi að þessu sinni, leikurinn æsispennandi og að loknum venjulegum leiktíma var jafnt, 64-64. Njarðvíkingar reykspóluðu yfir Stólana í framlengingunni og sendu strákana stigalausa heim á Krók.
Lesa meira
Körfubolti
03.11.2015
Tindastólsmenn féllu úr leik í Poweradebikarnum í gærkvöldi þegar strákarnir sóttu Njarðvíkinga heim í Ljónagryfjuna. Leikurinn var æsispennandi en slakur lokakafli Stólanna reyndist dýrkeyptur. Haukur Helgi Pálsson setti niður þrist þegar tvær sekúndur voru eftir og þrátt fyrir ágæta tilraun tókst Stólunum ekki að jafna. Lokatölur 66-63.
Lesa meira
Körfubolti
29.10.2015
Hann var þunnur þrettándinn hjá Stólunum í kvöld þegar Haukar mættu í Síkið. Þrátt fyrir gjörsamlega hörmulegar fyrstu 15 mínútur leiksins þá tókst Tindastólsmönnum að vinna sig inn í leikinn með góðri baráttu. Það dugði þó ekki til þar sem of margir leikmanna Stólanna áttu slæman dag í sókninni og það voru því gestirnir sem unnu sanngjarnan sigur að þessu sinni, lokatölur 64-72.
Lesa meira