Körfubolti
24.12.2016
Hafdís Einarsdóttir
Athöfnin fór fram í Húsi Frítímans 22. desember síðastliðinn.
Lesa meira
Körfubolti
16.12.2016
Óli Arnar Brynjarsson
Það var geggjuð stemning í Síkinu í kvöld þegar Haukar úr Hafnarfirði heimsóttu Tindastólsmenn. Þrátt fyrir að vera að gæla við fallbaráttuna er Haukaliðið mjög gott og þeir komu einbeittir til leiks gegn Stólunum. Eftir að Stólarnir höfðu leitt lengstum í síðari hálfleik voru það gestirnir sem voru nálægt því að ræna stigunum en Stólarnir tryggðu sér framlengingu þar sem þeir reyndust sterkari. Lokatölur 87-82.
Lesa meira
Körfubolti
14.12.2016
Hafdís Einarsdóttir
Lesa meira
Körfubolti
10.11.2016
Magnús Helgason
Tindastóll fékk framlágt lið Snæfells í heimsókn í Síkið í kvöld og unnu stórsigur eins og vænta mátti. Stólarnir náðu strax góðri forystu og það var augljóst frá fyrstu mínútu að gestirnir voru ekki líklegir til að veita mikla mótspyrnu. Staðan í hálfleik var 49-21 og hálfgerð þolraun fyrir áhorfendur að komast í gegnum seinni hálfleikinn sem var óspennandi með öllu. Lokatölur 100-57.
Lesa meira
Körfubolti
12.04.2016
Fjórði leikur í einvígi Tindastóls og Hauka í fjögurra liða úrslitum Dominos-deildarinnar fer fram í kvöld kl. 19:15 í Síkinu. Það má reikna með rosalegum baráttuleik og Stólarnir munu ekki gefa þumlung eftir gegn sterku liði Hauka. Ekkert annað en sigur kemur til greina hjá Tindastólsmönnum og því alveg kristaltært að stuðningsmenn verða að fjölmenna í Síkið og styðja sína menn til sigurs.
Lesa meira
Körfubolti
10.04.2016
Haukar og Tindastóll mættust þriðja sinni á Ásvöllum í gær í einvígi liðanna um sæti í úrslitum Dominos-deildarinnar. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en æsispennandi fram á lokamínútur þegar heimamenn í Hafnarfirði skriðu framúr Stólunum. Lokatölur voru 89-81 og Haukar því aftur komnir með yfirhöndina í rimmunni.
Lesa meira
Körfubolti
08.04.2016
Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Anthony Gurley hafa komist að samkomulagi um að Anthony hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. „Eftir langt og gott spjall formanns körfuknattleiksdeildar og Anthony töldu báðir aðilar að það væri félaginu fyrir bestu að Anthony myndi hætta að leika fyrir félagið,“ segir í fréttatilkynningu.
Lesa meira
Körfubolti
07.04.2016
Hann var æsispennandi annar leikurinn í einvígi Tindastóls og Hauka sem fór fram í Síkinu í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Haukarnir höfðu unnið fyrsta leik liðanna í Hafnarfirði og sóttu hart að sigri í Síkinu. Þegar leið á leikinn snéru Stólarnir vörn í sókn og fóru loks með nauman sigur af hólmi, 69-68.
Lesa meira
Körfubolti
04.04.2016
Tindastólsmenn héldu suður yfir heiðar í gær og heimsóttu Hauka í Hafnarfjörðinn í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og voru Stólarnir heldur beittari í sókninni og höfðu nauma forystu í hléi. Heimamenn komu hinsvegar einbeittir til leiks í síðari hálfleik og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, 73-61.
Lesa meira
Körfubolti
01.04.2016
Í gærkvöldi varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Fyrir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur voru KR, Tindastóll og Haukar búin að tryggja sig áfram og þegar æsilegum leik var lokið í Garðabænum höfðu Njarðvíkingar bæst í þann hóp. Njarðvíkingar mæta því KR-ingum en Haukar fá Tindastól og verður fyrsti leikur liðanna í Hafnarfirði nk. mánudagskvöld.
Lesa meira