Fréttir

Sigur Tindastóls í sveiflukenndum leik

Tindastóll og Þór Þorlákshöfn mættust í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld í 19. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Tindastólsmenn voru með yfirhöndina mest allan leikinn en Þórsarar voru ólseigir og sáu til þess að halda áhorfendum spenntum allt til loka sveiflukennds leiks. Lokatölur voru 83-76 og Tindastóll, Stjarnan og KR öll með 28 stig en Vesturbæingarnir eiga leik til góða.
Lesa meira

Stólarnir skinu skært gegn ljóslausum Stjörnumönnum

Stjörnumenn fengu á baukinn í Síkinu í kvöld þegar þeir lentu í klónum á baráttuglöðum Tindastólsmönnum í toppslagnum í Dominos-deildinni. Stólarnir náðu yfirhöndinni þegar leið að hálfleik og áttu síðan geggjaðan þriðja leikhluta sem skóp öruggan sigur. Lokatölur voru 92-69 og lið Tindastóls situr nú í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR-ingum.
Lesa meira

Hester lék lausum hala í Hólminum

Tindastólsmenn fóru giska létt með botnlið Snæfells þegar liðin áttust við í Dominos-deildinni í Stykkishólmi í kvöld. Heimamenn héngu í stuttbuxum Stólanna fyrstu tólf mínúturnar en síðan skildu leiðir. Snæfellingar réðu ekkert við Antonio Hester sem gerði 43 stig í leiknum og lék á allsoddi. Lokatölur 59-104.
Lesa meira

Frábær liðssigur Tindastólsmanna í fjörugum leik gegn Keflavík

Tindastóll og Keflavík mættust í hörkuleik í Síkinu í gærkvöldi. Það var skarð fyrir skildi að í lið Stólanna vantaði Chris Caird, sem á í hnémeiðslum, og óttuðust sumir stuðningsmanna liðsins hið versta, enda spilamennskan ekki verið upp á það besta í janúar. Lið Tindastóls spilaði hins vegar hörku vörn allan leikinn og uppskar á endanum sanngjarnan sigur. Lokatölur 86-77.
Lesa meira

Della í Ljónagryfjunni

Tindastólsmenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni suður með sjó fyrr í kvöld. Eftir frábæran fyrri hálfleik Stólanna komust heimamenn inn í leikinn strax í byrjun síðari hálfleiks, með aðstoð dómaranna, og þeir reyndust síðan sterkari á lokamínútum leiksins og unnu dýsætan sigur, 92–86.
Lesa meira

Ekkert gefins í Síkinu

Fjallbrattir ÍR-ingar mættu vígreifir í Síkið í gærkvöldi og hugðust fylgja eftir góðum sigri á Stjörnunni með því að gera Tindastólsmenn að sínum næstu fórnarlömbum. Slæm byrjun ÍR setti það plan í uppnám og lið Tindastóls leiddi allan leikinn þó munurinn færi alveg niður undir tvö stigin í lokakafjórðungnum. Stólarnir höluðu því inn tvö stig í leik þar sem fegurðin lét í minni pokann fyrir krafti og baráttu. Lokatölur 84-78.
Lesa meira

Draugagangur í Síkinu

Lið Tindastóls og KR buðu upp á geggjaðan körfuboltaleik í Síkinu í kvöld þar sem liðin áttust við í 12. umferð Dominos-deildarinnar. Tindastólsmenn spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik með Pétur Birgis í ofurstuði og voru hreinlega búnir að jarða Vesturbæingana. En þeir risu upp í síðari hálfleik, héldu haus og með Jón Arnór óstöðvandi komust þeir með mikilli seiglu inn í leikinn. Síðustu fjórar mínúturnar sprungu Stólarnir á limminu og KR gerði á þeim kafla 21 stig gegn fimm stigum Tindastóls og unnu leikinn 87-94!
Lesa meira

Pétur Rúnar valinn íþróttamaður Tindastóls árið 2016

Athöfnin fór fram í Húsi Frítímans 22. desember síðastliðinn.
Lesa meira

Tindastóll á toppnum eftir háspennuleik gegn Haukum

Það var geggjuð stemning í Síkinu í kvöld þegar Haukar úr Hafnarfirði heimsóttu Tindastólsmenn. Þrátt fyrir að vera að gæla við fallbaráttuna er Haukaliðið mjög gott og þeir komu einbeittir til leiks gegn Stólunum. Eftir að Stólarnir höfðu leitt lengstum í síðari hálfleik voru það gestirnir sem voru nálægt því að ræna stigunum en Stólarnir tryggðu sér framlengingu þar sem þeir reyndust sterkari. Lokatölur 87-82.
Lesa meira

Bikardráttur yngri flokka í körfubolta

Lesa meira