Haukar ná aftur yfirhöndinni gegn Stólunum

Haukar og Tindastóll mættust þriðja sinni á Ásvöllum í gær í einvígi liðanna um sæti í úrslitum Dominos-deildarinnar. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en æsispennandi fram á lokamínútur þegar heimamenn í Hafnarfirði skriðu framúr Stólunum. Lokatölur voru 89-81 og Haukar því aftur komnir með yfirhöndina í rimmunni.
Lesa meira

Anthony Gurley hættur

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Anthony Gurley hafa komist að samkomulagi um að Anthony hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. „Eftir langt og gott spjall formanns körfuknattleiksdeildar og Anthony töldu báðir aðilar að það væri félaginu fyrir bestu að Anthony myndi hætta að leika fyrir félagið,“ segir í fréttatilkynningu.
Lesa meira

Pétur tryggði sigurinn sjö sekúndum fyrir leikslok

Hann var æsispennandi annar leikurinn í einvígi Tindastóls og Hauka sem fór fram í Síkinu í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Haukarnir höfðu unnið fyrsta leik liðanna í Hafnarfirði og sóttu hart að sigri í Síkinu. Þegar leið á leikinn snéru Stólarnir vörn í sókn og fóru loks með nauman sigur af hólmi, 69-68.
Lesa meira

Haukar höfðu betur í fyrsta leik

Tindastólsmenn héldu suður yfir heiðar í gær og heimsóttu Hauka í Hafnarfjörðinn í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og voru Stólarnir heldur beittari í sókninni og höfðu nauma forystu í hléi. Heimamenn komu hinsvegar einbeittir til leiks í síðari hálfleik og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, 73-61.
Lesa meira

Tindastólsmenn mæta Haukum í undanúrslitum

Í gærkvöldi varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Fyrir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur voru KR, Tindastóll og Haukar búin að tryggja sig áfram og þegar æsilegum leik var lokið í Garðabænum höfðu Njarðvíkingar bæst í þann hóp. Njarðvíkingar mæta því KR-ingum en Haukar fá Tindastól og verður fyrsti leikur liðanna í Hafnarfirði nk. mánudagskvöld.
Lesa meira

Vorið er komið og grundirnar gróa

Það var boðið upp á taumlausa skemmtun og farsælan endi í Síkinu í kvöld þegar Keflvíkingar komu sperrtir til leiks eftir að Stólarnir höfðu, að sögn körfuboltaspekinga landsins, kveikt neistann í Keflvíkingum í síðasta leik sem Suðurnesjamennirnir unnu örugglega. Sú tíra var ekki lengi að slokkna því leik var nánast lokið eftir fyrsta leikhluta. Lokatölur í Síkinu 98-68 fyrir Tindastól sem hefur því tryggt sæti sitt í fjögurra liða úrslitunum.
Lesa meira

Hill gaf Helga og félögum einn á snúðinn

Þriðji leikurinn í einvígi Keflavíkur og Tindastóls fór fram í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Með sigri hefðu Stólarnir sent heimamenn í sumarfrí en Keflvíkingar voru ekkert á þeim buxunum, náðu upp prýðis baráttu og góðum leik á meðan flest fór í baklás hjá Tindastólsmönnum. Lokatölur urðu 95-71 og ljóst að Stólarnir verða að girða sig í brók fyrir fjórða leikinn sem fram fer í Síkinu annan í páskum.
Lesa meira

Pétur og Helgi Rafn með stjörnuleik í mögnuðum bardaga í Síkinu

Tindastóll og Keflavík mættust öðru sinni í úrslitakeppninni í körfuknattleik í Síkinu í kvöld. Stólarnir unnu fyrsta leikinn suður með sjó og eftir heilmikinn bardaga tryggðu þeir annan sigurinn í kvöld og eru komnir í kjörstöðu í viðureigninni því nú eru Keflvíkingar komnir með bakið upp að vegg og verða að vinna þrjá leiki til að komast áfram. Lokatölurnar í kvöld voru 96-80 og var Pétur Birgis, að öðrum ólöstuðum, maður leiksins.
Lesa meira

Stólarnir sendu sterk skilaboð í Sláturhúsinu suður með sjó

Úrslitakeppnin í körfunni hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar KR unnu öruggan sigur á Grindvíkingum í Vesturbænum en í Sláturhúsinu í Keflavík voru Tindastólsmenn mættir ásamt fjölmennu fylgdarliði og öttu kappi við heimamenn í hressilegum leik. Stólarnir tóku forystuna snemma leiks og héldu henni allt til leiksloka en spennan var í hámarki undir lokin þegar heimamenn gerðu ágæta atlögu að Stólunum. Steig þá upp Darrel Lewis og lokaði leiknum. Lokatölur 90-100 og lið Tindastóls komið með undirtökin í einvígi liðanna.
Lesa meira

Auðveldur sigur á fjölbrautaskólapiltum í Iðunni

Í gærkvöldi fór síðasta umferðin fram í deildarkeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik. Ljóst var fyrir leikina að KR-ingar voru orðnir deildarmeistarar en Keflvíkingar og Stjarnan börðust um annað sætið og þar hafði Stjarnan betur. Lið Tindastóls, sem vann í gærkvöldi auðveldan sigur á liði FSu á Selfossi, endaði í sjötta sæti deildarinnar og spilar því gegn Keflvíkingum í úrslitakeppninni sem hefst 17. mars.
Lesa meira