Fréttir

Sem betur fer eru ekki alltaf jólin

Tindastólsmenn héldu í Breiðholtið í gær og léku við spræka ÍR-inga í Dominos-deildinni. Reiknað var með hörkuleik eins og oftast þegar þessi lið mætast og sú varð raunin. Heimamenn höfðu þó undirtökin nánast allan leikinn en sigruðu hálf slappt lið Tindastóls sem á það til að sýna sínar verri hliðar í kjölfar jóla. Lokatölur 83-75 fyrir ÍR.
Lesa meira

Petur Rúnar íþróttamaður Tindastóls 2017

Á sameiginlegri samkomu Tindastóls og UMSS sem haldin var 27. desember sl. var Pétur Rúnar Birgisson valinn Íþróttamaður Tindastóls 2017.
Lesa meira

Íþróttamaður Skagafjarðar 2017

Ísak Óli Traustason
Lesa meira

Ása María og Arnór Freyr hlutu viðurkenningar frá UMSS fyrir Júdó

Ása María Sigurðardóttir og Arnór Freyr Fjólmundsson hlutu í kvöld viðurkenningar UMSS sem ungt og efnilegt íþróttafólk fyrir Júdó.
Lesa meira

Jólafrí í körfunni

Jólafrí í körfunni hafið
Lesa meira

Jólamót Tindastóls í Júdó 2017

Jólamót Tindastóls í Júdó fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í kvöld. Keppendur voru 22 frá fjögurra til sautján ára.
Lesa meira

Tsvetan hlaut afreksbikar

Tsvetan Tsvetanov Michevski hlaut í dag afreksbikar, sem er farandbikar til minningar um Stefán Guðmundsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur.
Lesa meira

Opið fyrir skráningu á vorönn - nýtt greiðslufyrirkomulag í boði.

Nú er búið að opna fyrir skráningu í fótboltann á vorönn. Æfingar hefjast á ný þann 10. janúar nk og lýkur önninni 31. maí.
Lesa meira

Sunddeild bíður foreldrum barna 1-5 bekk sem æfa sund, að koma og horfa á sundæfingu í dag 13.desember miðvikudag

Lesa meira

Stólarnir náðu ekki að slökkva á Loga

Ekki náðu Tindastólsmenn að hrista af sér KR-slenið þegar Njarðvíkingar mættu í Síkið í gærkvöldi. Gestirnir áttu hörkuleik og sérstaklega lék Logi Gunn við hvern sinn fingur og gerði Stólunum lífið leitt. Einhvern neista vantaði í lið heimamanna sem voru án Chris Caird og Axels auk þess sem Björgvin virtist vera í einhverju straffi hjá Martin og kom ekki við sögu. Lokatölur voru 93-100 fyrir Njarðvík og vonandi ná Stólarnir að rétta úr kútnum áður en lið ÍR kemur í heimsókn í Maltbikarnum á mánudag.
Lesa meira