13.10.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli spilaði sinn fyrsta heimaleik í nokkur ár þegar þær tóku á móti liði Grindavíkur í 1. deild kvenna í Síkinu í dag. Leikurinn var lengstum jafn og spennandi en þriðji leikhlutinn reyndist heimastúlkum erfiður eftir að hafa leitt mest allan fyrri hálfleik. Lokamínúturnar voru þó æsispennandi því uppgjöf var aldrei inni í myndinni hjá Stólastúlkum. Þær urðu þó að sætta sig við tap á endanum, lokatölur 78-85 fyrir gestina.
Lesa meira
11.10.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastólsmenn skutust suður í dag og léku við lið Vals í annarri umferð Dominos-deildarinnar. Stólarnir tóku snemma forystuna og unnu að lokum auðveldan sigur en það var í þriðja leikhluta sem strákarnir léku öldungis prýðilega og skildu Valsarana eftir í spólrykinu. Lokatölur 73-93.
Lesa meira
09.10.2018
Indriði Ragnar Grétarsson
Lesa meira
08.10.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastólsstúlkur sóttu heim Fjölni í Grafarvogi sl. laugardag í 1. deild kvenna í körfubolta en Tindastóll hefur ekki teflt fram liði í meistaraflokki síðan tímabilið 2014-2015. Stelpurnar komu Fjölniskonum, sem spáð er sigri í deildinni, á óvart með hörkuleik framan af en reynslan og breiddin hjá heimakonum sagði til sín þegar á leið og þær grafvogsku unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur 106-75.
Lesa meira
04.10.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Dominos-deildin í körfuknattleik hófst í kvöld og lið Tindastóls fékk Þór Þorlákshöfn í heimsókn en liðunum er spáð misjöfnu gengi í vetur. Stólarnir náðu frábærum kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir bjuggu til heilbrigt forskot og það náðu gestirnir aldrei að brúa þó svo að þeir næðu að vinna sig inn í leikinn á ný. Lokatölur 85-68 í leik þar sem Urald King og Dino Butorac voru atkvæðamestir í liði Tindastóls.
Lesa meira
04.10.2018
Jón Stefán Jónsson
Kæru foreldrar barna í knattspyrnu hjá Tindastól!
Nú hefur verið opnað fyrir skráningu fyrir knattspyrnuna í vetur. Opið verður fyrir skráninguna til 17. október. Ég hvet ykkur eindregið til að smella á meðfylgjandi hlekk og klára skráningu sem fyrst.
Lesa meira
26.09.2018
Thelma Knútsdóttir
Æfingar í frjálsum íþróttum hefjast 1. okt. nk.
Lesa meira
24.09.2018
Einar Örn Hreinsson
Karatefélagið Fram á Skagaströnd bauð til æfingabúða með Karin Hägglund í íþróttahúsinu á Skagaströnd um síðustu helgi.
Lesa meira
18.09.2018
Indriði Ragnar Grétarsson
Nú eru æfingar í bogfimi byrjaðar. Og gefst fólki tækifæri til að koma og prófa næstu 3 æfingar frítt.
En æfingar eru á Mánudögum 18.10 til 19.30 og Þriðjudaga 19,30 til 21.
Endilega kíkið við og fáið að prófa.
Lesa meira
11.09.2018
Einar Örn Hreinsson
Júdóæfingar hefjast hjá Júdódeild Tindastóls næstkomandi mánudag, 17. september.
Lesa meira