Fyrsti leikur í playoffs!

ÓLÍNA Design. Myndir: Davíð Már
ÓLÍNA Design. Myndir: Davíð Már

Karlalið Tindastóls í knattspyrnu hefur leik sinn í úrslitakeppni 4. deildar á morgun, laugardaginn 3. sept klukkan 14:00, með leik gegn Hvíta Riddaranum úr Mosfellsbæ.

Leikurinn fer fram á Sauðárkróksvelli en um er að ræða 8. liða úrslit þar sem liðin leika heima og úti. Stólarnir mæta þá Hvíta-Riddaranum á þeirra heimavelli, Malbiksstöðinni að Varmá, þriðjudaginn 6. september næstkomandi. Það lið sem skorar fleiri mörk samanlagt í þessum tveimur leikjum heldur áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar. 

"Úrslitakeppnin leggst stórvel i mig. Strákarnir eru búnir að spila fantagóðan bolta heilt yfir í sumar þar sem sóknarleikurinn hefur fengið að njóta sín. Núna tekur hins vegar við öðruvísi nálgun þar sem varnarleikurinn er gríðarlega mikilvægur, við mætum sterkari andstæðingum og þurfum þar af leiðandi að gefa ennþá færri færi á okkur," segir Donni.

Við hvetjum alla til að fjölmenna á völlinn, fá sér hamborgara, hitta fólk og horfa á flottan fótbolta hjá strákunum okkar!