Pétur Rúnar á Smáþjóðaleikana

Craig Peterson og Finnur Freyr hafa tilkynnt val á því liði sem heldur utan í lok mánaðar til að keppa á Smáþjóðaleikunum. Meðal þeirra sem fara er leikstjórnandinn okkar, Pétur Rúnar Birgisson. Við erum að sjálfsögðu stolt af Pétri og óskum honum góðs gengis úti.