Dósa- og flöskusöfnun

Körfuknattleiksdeild Tindastóls sér um dósasöfnun í bænum yfir vetrartímann.

Því miður náum við ekki alltaf að klára að safna í öllum bænum og einnig eru ekki alltaf allir heima þegar við komum.

En ef þið eruð með dósir og flöskur sem þið viljið gefa okkur þá endilega sendið póst hvenær sem er á karfa-unglingarad@tindastoll.is og þá sækjum við dósirnar til ykkar.