Sigur hjá stúlknaflokki

Flottur liðssigur hjá stelpunum í kvöld þar sem þær börðust og lögðu sig allar fram. Gestirnir komust yfir í byrjun en stelpurnar voru fljótar að laga þá stöðu og leiddu nánast allan leikinn. Lokatölur 67-52.
Stigaskor dreifðist þannig að Bríet var með 33 stig, Telma 12, Jóna María 7, Alexandra 6, Valdís 5 og Hafdís og Sunna með 2 stig hvor.