Meistaraflokkur kvenna með tap gegn Þór Ak

Meistaraflokkur kvenna tók á móti Þór Akureyri síðastliðinn miðvikudag. Stelpurnar í Þór komust fljótt yfir og héldu forystu allan leikinn. Þó nokkuð vantaði upp á baráttu hjá Tindastóls-stúlkum í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta gerðu þær áhlaup á Þórs-stúlkur. Það dugði þó skammt og misstu þær aftur af sprækum Þórsurum og því fór sem fór. 
Linda Þórdís meiddist í fyrri hálfleik og var það okkur dýrkeypt en auk þess höfðu Þórsarar fengið góðan liðsstyrk frá fyrri leik liðanna.
Stigahæst hjá okkar stelpum var Tikey með 35 stig og 15 fráköst. Bríet var með 15 stig og 12 fráköst, Kristín Halla með 8, Linda Þórdís og Þóranna 4 stig hvor, Jóna María með 3 og Særós með 2.
Næsti leikur stúlknanna er á sunnudaginn eftir viku í Síkinu kl: 12.00 gegn Fjölni.