Jólamót Tindastóls í Júdó 2017

Iðkendur Tindastóls sem kepptu á Jólamótinu. Mynd: Katharina Sommermeier.
Iðkendur Tindastóls sem kepptu á Jólamótinu. Mynd: Katharina Sommermeier.

Jólamót Tindastóls í Júdó fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í kvöld. Keppendur voru 22 frá fjögurra til sautján ára.

Jólamótið markar lok haustannar og er opið öllum iðkendum Tindastóls. Eins og áður, var oft hart barist í glímum og mörg flott tilþrif sáust. Eftir mót fengu allir gullpening í verðlaun og boðið var upp á pítsur, sem flestir höfðu góða lyst á.

Hér fyrir neðan má sjá nánari úrslit mótsins og myndir sem Katharina Sommermeier tók.

Úrslit Jólamóts Tindastóls í Júdó 2017