Fjör á foreldraæfingu Júdódeildarinnar

Frá foreldraæfingu. Mynd: Einar Örn Hreinsson.
Frá foreldraæfingu. Mynd: Einar Örn Hreinsson.

Foreldraæfing haustannar var haldin í dag hjá Júdódeild Tindastóls með yfir þrjátíu þátttakendum.

Júdó er frábær fjölskylduíþrótt og sannaðist það í enn eitt skiptið í dag þegar foreldrar, systkini og vinir iðkenda mættu með þeim á æfingu. Allir virtust skemmta sér vel þó að oft hafi hart verið tekist á í glímum og leikjum.

Margir foreldrar eru duglegir að notfæra sér foreldraæfingarnar, sem eru haldnar einu sinni á önn, og gefur þeim tækifæri á því að reyna á eigin skinni hvernig það getur verið að æfa júdó.