Ása María og Arnór Freyr hlutu viðurkenningar frá UMSS fyrir Júdó

Frá hátíðarsamkomu UMSS í kvöld. Arnór Freyr Fjólmundsson og Ása María Sigurðardóttir. Mynd: Ingibjö…
Frá hátíðarsamkomu UMSS í kvöld. Arnór Freyr Fjólmundsson og Ása María Sigurðardóttir. Mynd: Ingibjörg Ásta Sigurðardóttir.

Ása María Sigurðardóttir og Arnór Freyr Fjólmundsson hlutu í kvöld viðurkenningar UMSS sem ungt og efnilegt íþróttafólk fyrir Júdó.

Þrátt fyrir ungan aldur hafa þau bæði æft og keppt í Júdó fyrir Tindastól í á fjórða ár, eða frá því að deildin var endurvakin haustið 2014.

Stjórn Júdódeildarinnar óskar þeim innilega til hamingju með þessar viðurkenningar.