Jólamót UMSS í frjálsíþróttum 2019.

 

Jólamót UMSS í frjálsíþróttum var haldið í Íþróttahúsinu í Varmahlíð 21. desember.  Keppt var í hástökki, kúluvarpi og atrennulausum stökkum í öllum aldursflokkum. Keppendur voru 14 og árangur góður í mörgum greinum, 26 persónuleg met voru sett eða jöfnuð. 

Sérstaklega var ánægjulegt að sjá, að Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir var aftur mætt til keppni eftir langa fjarveru vegna alvarlegra meiðsla, og er henni óskað alls hins besta.

Öll úrslit má sjá HÉR !

Bætingar keppenda má sjá HÉR !