Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum.

Lið UMSS í mótslok.
Lið UMSS í mótslok.

 

 

52. Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum fór fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi laugardaginn 28. júlí. Lið ÍR-A sigraði í heildarstigakeppninni og í karlakeppninni, en FH-A sigraði í kvennakeppninni. Alls tóku níu lið þátt í keppninni.

Lið UMSS stóð sig frábærlega vel, piltarnir urðu í 3. sæti, en stúlkurnar voru ekki með fullskipað lið, en allar sem kepptu náðu sínum besta árangri.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sigraði í hástökki kvenna, stökk 1,77m, sem er skagfirskt héraðsmet og besti árangur íslenskrar konu í fimm ár.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 100m hlaupi á 11,19sek (mótv.: 3,1 m/sek), og hann varð í 2. sæti í 400m hlaupi á 50,13sek.

Ísak Óli Traustason sigraði í 110m grindahlaupi á 15,57sek (mótv.: 3,3 m/sek).

Karlasveit UMSS varð í 3. sæti í 1000m boðhlaupi á 2:03,17mín. Sveitina skipuðu Guðmundur Smári, Sveinbjörn Óli, Jóhann Björn og Ísak Óli.

Til hamingju allir keppendur og þjálfari !

Öll úrslit í 52. Bikarkeppni FRÍ má sjá HÉR !