Landsmót UMFÍ 50 ára +

Landsmót UMFÍ, fyrir 50 ára og eldri, verður haldið á Húsavík, helgina 20.- 22. júní í sumar. 

Kynningarfundur verður haldinn í húsnæði UMFÍ, að Víðigrund 5 á Sauðárkróki, miðvikudaginn 26. mars kl. 16:30.

Sigurður Guðmundsson, fulltrúi UMFÍ, mun fara yfir málin.  Hann gefur allar upplýsingar um keppnisgreinar og afþreyingu, og tekur við leiðbeiningum og óskum.