Frjálsíþróttir á ULM 2014

 

Fundur verður haldinn þriðjudaginn 8. apríl kl. 20:00 í Vallarhúsinu á Sauðárkróki.

Fjallað verður um framkvæmd frjálsíþróttakeppninnar á ULM 2014, sem fram fer á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina.

Nauðsynlegt er að fá næstum eitt hundrað sjálfboðaliða til starfa við keppnina.  Námskeið verða haldin til undirbúnings fyrir þau störf sem fólk tekur að sér.


Allt áhugafólk um frjálsíþróttir er hvatt til að mæta á fundinn og hjálpa til við að gera þessa hátíð sem glæsilegasta og til sóma fyrir Skagfirðinga.

Enginn sem var með 2004 eða 2009 má láta sig vanta.  

Munið hvað það var gaman þá !

 

Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Leifsson í síma 863-3962 eða á frjalsar@tindastoll.is.