Króksmót Fisk seafood 12-13 ágúst

Króksmótið fer fram helgina 12 - 13 ágúst á Sauðárkróki eins og undanfarin ár. Sú breyting er þó í ár að mótið er einungis fyrir 6. og 7. flokk en ekki 5. flokk eins og síðustu ár. Ástæðan fyrir þessu er að fá lið hafa skráð sig undanfarin ár í 5. flokk en mikil fjölgun hefur orðið í 6. og 7. flokk. Núna eru í kringum 130 lið skráð til leiks með um 750 iðkendum. Til samanburðar þá voru 81 lið á Landsbankamótinu í júní.

Allar helstu upplýsingar um mótið eru hér hægra megin á síðunni undir Króksmót.