Keppnisbúningar yngri flokka

FISK Seafood hefur ákveðið að styrkja Knattspyrnudeild Tindastóls með því að bjóða öllum iðkendum yngri flokka félagsins merkta keppnisbúninga og upphitunartreyju þeim að kostaðnarlausu. Í staðinn fyrir búningana vill FISK Seafood fá Knattspyrnudeild Tindastóls með sér í umhverfisátak þar sem lögð verður áhersla á að fegra nærumhverfið með því að tína rusl. Áætlað er að eyða saman dagstund í þetta verkefni þar sem FISK skaffar kör undir rusl og sér um að koma ruslinu til Flokku. Nánari upplýsingar verða sendar til ykkar í næstu viku.