Jafntefli í fyrsta leik hjá strákunum

Byrjunarliðið gegn Sindra
Byrjunarliðið gegn Sindra

Meistaraflokkur karla lék sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu á laugardaginn gegn Sindra á Hornafirði. Leikurinn endaði með 2-2 jafnttefli þar sem Ragnar Þór Gunnarsson skoraði bæði mörk okkar manna. Strákarnir voru óheppnir að taka ekk öll 3 stigin sem í boði voru því Sindramenn jöfnuðu leikinn í uppbótartíma. Engu að síður fín úrslit í fyrsta leik tímabilsins. Tindastól var spáð 12. og síðasta sæti í deildinni af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar í spá fótbolta.net á dögunum en leikmenn liðsins eru sannfærðir um að gera betur en það í ár. 

Næsti leikur liðsins er gegn Fjarðabyggð á útivelli á laugardaginn.

Meistaraflokkur kvenna á síðan sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu á föstudaginn gegn ÍA á akranesi.