Fyrsti heimaleikur ársins

Stelpurnar á æfingu í dag.
Stelpurnar á æfingu í dag.

Á morgun, 26. febrúar klukkan 14:00 verður fyrsti formlegi heimaleikur ársins í fótboltanum þegar að Tindastólsstúlkur taka á móti KR í lengjubikarnum. 

Bæði lið hafa leikið einn leik í Lengjubikarnum til þessa, Tindastóll tapaði 5:0 gegn Breiðablik en KR sigraði ÍBV 3:2.

Það verður ábyggilega rjómablíða og við hvetjum alla til að mæta í stúkuna og hvetja stelpurnar okkar áfram.

Frítt er á leikinn.