Flottur sigur hjá 3. flokk kvenna

3. flokkur kvenna spilaði æfingaleik við Þór um helgina en leiki var í Boganum á Akureyri. Leikurinn var liður í undirbúningi flokksins fyrir Íslandsmótið sem hefst í maí. Skemmst er frá því að segja að Tindastólsstúlkur lönduðu 8-2 sigri í flottum leik.

María Dögg skoraði 3 mörk í leiknum, Rebekka 2 og þær Krista, Lilja og Ester skoruðu 1 mark hver.

Eftirfarandi leikmenn tóku þátt í leiknum: Bjarney, Birta, Berglind Lara, Rebekka, Eva Rún, Krista, Anna Sóley, María Dögg, Eyvör, Ester, Inga Sara, Emilía og Lilja.