Árskortin komin í sölu

Guðjón Keypti fyrsta kortið
Guðjón Keypti fyrsta kortið

Nú er farið að styttast í Íslandsmót hjá meistaraflokkum félagsins og líkt og undanfarin ár bíður knattspyrnudeildin upp á árskort til sölu sem gildir á leiki félagsins. meistaraflokkarnir spila 20 leiki á Sauðárkróksvelli í sumar, meistaraflokkur karla spilar 11 leiki og meistaraflokkur kvenna 9. Árskort Tindastóls kostar 10 þúsund krónur og geta áhugasamir pantað kort með því að senda upplýsingar á fotbolti@tindastoll.is

Við hvetjum alla fótboltaáhugamenn til að fjárfesta í árskorti og taka þátt í spennandi sumri með deildinni.

 

Áfram Tindastóll