Æft á grasi í janúar

Æfing hjá 3. flokk kvk 24 janúar
Æfing hjá 3. flokk kvk 24 janúar

3. flokkur kvenna æfði á grasvellinum í gær 24. janúar í frábæru veðri. Smá frost var í vellinum sem var annars nokkuð góður. veðurfar hefur verið mjög gott undanfarið og eru vellirnir ennþá í fínu standi eftir sumarið. Stefnt er að því að skipta út grasinu á þessum velli fyrir gervigras og er skipulagsvinna við það hafin. Það er von knattspyrnudeildar aðhægt verði að æfa allan næsta vetur á gervigrasvellinum sem verður mikil búbót fyrir deildina.