Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur undanfarna mánuði velt fyrir sér framtíð m.fl. karla hjá félaginu.  Tindastóll hefur leikið í 1.deild í tvö ár og haldið sæti sínu með sóma.  Þetta hefur verið gert með öflugum heimamönnum og síðan erlendum leikmönnum og lánsmönnum liða í Pepsi deild.  Hinsvegar metum við það svo að nær ógerlegt er að halda liði úti í 1.deild karla á landsbyggðinni með þessum hætti.  Við höfum rekið deildina eins hóflega og nokkur kostur er, til þess eins að vera samkeppnishæfir í 1.deild og gera okkar góðu heimamönnum kleift að spila fótbolta og dvelja í heimabyggð.

Hinsvegar stöndum við frammi fyrir ýmsum staðreyndum sem ekki er hægt að horfa framhjá.  Aðstöðuleysi yfir vetrarmánuðina á Sauðárkróki, íbúafækkun á svæðinu og þá sérstaklega ungs afreksfólks og síðan ferðalög og ferðakostnaður bæði í leiki og á æfingar.  Þetta hefur sett okkur í þrönga stöðu hvað fjármál varðar og í ljósi þessa alls munum við fyrr en seinna taka ákvörðun um næstu skref,  skynsamlega ákvörðun, félaginu okkar til heilla.

 

F.h. knattspyrnudeildar Tindastóls

Ómar Bragi Stefánsson, formaður