Nýr þjálfari hjá m.fl. karla

Jón Stefán eða Jónsi eins og hann er kallaður er fæddur árið 1982.  Sem leikmaður má segja að hann hafi verið alinn upp á Akureyri hjá Þór en einnig lék hann með KA og Tindastóli sem polli. Sem leikmaður lék hann lengst af með Þór í meistaraflokki en eftir tímabilið 2006 ákvað hann að einbeita sér fremur að þjálfun en spilamennsku. Hann lék þó nokkra leiki í neðri deildum með hinum ýmsu liðum áður en skórnir fóru endanlega á hilluna árið 2011.

 

Jónsi, sem er með UEFA A þjálfaragráðu frá árinu 2011, hefur starfað sem þjálfari frá árinu 2004 og þá lengst af í yngri flokkum Þórs.  Árið 2011 fór hann suður og gerðist þjálfari hjá Haukum sem aðalþjálfari m.fl. kvenna sl. tvö ár.

 

Knattspyrnudeild væntir mikils að samstarfinu við hann enda fara hugmyndir og framtíðarsýn beggja vel saman.

 

Knattspyrnudeild Tindastóls