Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Vegna fréttaflutnings fotbolti.net um leikmann Tindastóls, Ragnar Þór Gunnarsson, vill stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls koma eftirfarandi á framfæri. Á þeim tíma sem umrædd brot fóru fram var Ragnar Þór ekki leikmaður Tindastóls og hörmum við framferði leikmannsins á þeim tíma. Ragnar Þór nýtur stuðnings og trausts knattspyrnudeildar Tindastóls og munum við gera það sem við getum til að aðstoða hann í framhaldinu. Nú er það undir honum komið að halda áfram með líf sitt og læra af þeim mistökum sem gerð voru. 
Ragnar Þór er ungur maður sem er að stíga sín fyrstu spor sem fullorðinn einstaklingur í samfélaginu og gerðist sekur um dómgreindarbrest og hefur nú fengið sinn dóm fyrir það.