Ný heimasíða, betra upplýsingaflæði

Ungar fótboltastelpur
Ungar fótboltastelpur

Tindastóll hefur tekið í notkun nýja heimasíðu en með því ætti upplýsingaflæði til foreldra og iðkenda að batna til muna. Nú þegar eru komnar inn helstu upplýsingar um starfsemi deildarinnar og allra flokka og verður heimasíðan uppfærð reglulega. Viljum við sérstaklega benda foreldrum iðkenda á stikuna hér hægra megin. Ef smellt er á yngri flokkar þá opnast valmöguleiki fyrir alla yngri flokka félagsins og þar inni eru upplýsingar um æfingatíma hvers flokks og upplýsingar um þjálfara flokksins. 

Sérstaklega viljum við benda foreldrum á hlekkinn neðst í síðum flokkanna en þar er hlekkur á facebook síður flokkanna. Mikilvægt er að allir foreldrar séu skráðir á þær síður þar sem allar helstu upplýsingar um mót og fundi koma þar inn.