Fullt af fótbolta á Króknum um helgina

Það verður nóg um að vera hjá meistaraflokkum Tindastóls um helgina.

Meistaraflokkur karla spilar gegn Hetti á Sauðárkróksvelli á morgun, laugardag, klukkan 14:00 en með sigri jafna okkar menn Hött að stigum og gætu stokkið upp í 7. sætið í deildinni.

Á sama tíma spilar meistaraflokkur kvenna við Víking Ólafsvík í Ólafsvík en liðin verma botnsæti deildarinnar með 8 stig eins og er.

Klukkan 16:30 eiga strákarnir í Drangey síðan leik hér á króknum gegn KB. Strákarnir sigla lignan sjó um miðja deild.

Við hvetjum fólk til að fjölmenna á völlinn á morgun.