Elísa Bríet valin í lokahóp U-15

Elísa Bríet. Mynd: Davíð Már
Elísa Bríet. Mynd: Davíð Már

Elísa Bríet Björnsdóttir hefur verið valin í lokahóp U-15 landsliðs kvenna sem mun keppa á UEFA Development móti í Póllandi dagana 2. - 9. október. 

"Elísa er mjög öflugur miðjumaður sem getur notað bæði hægri og vinstri fótinn og hefur gríðarlega góða tæknilega getu. Hún hefur verið í lykihlutverki í hinum gíðarlega sterka fjórða flokki Tindastóls/Hvatar/Kormáks. Einnig hefur hún spilað leiki með öðrum og 3 flokk auk þess sem hún spilaði tvo eliki með meistaraflokk kvenna í vetur, í deildarbikarnum og Kjarnafæðismótinu þar sem hún skoraði eitt mark," segir Þórólfur Sveinsson, yfirþjálfari yngri flokka.

Elísa Bríet kemur frá Skagaströnd og er alin upp í UMF Fram Skagaströnd en skipti yfir í Tindastól í byrjun þessa árs.