M.fl.karla

Lengjubikarinn

Tindastóll – Magni     2-0

1 – 0  Fannar Freyr Gíslason (33´)
2 – 0  Kristinn Snjólfsson (41´)

Laugardaginn 29. mars fór fram leikur Tindastóls og Magna, en leiknum var frestað um síðustu helgi vegna veðurs og ófærðar.

Byrjunarlið Tindastóls í þessum leik var á þá leið að í markinu var Stefán Árna, varnarlínuna skipuðu Arnar Skúli, Loftur Páll, Bjarki Már og Bjarni Smári.  Á miðjunni voru Fannar Örn, Benjamín og Kristinn.  Á köntunum voru Óskar Smári, Ívar Guðlaugur og fremstur var Fannar Freyr.

Leikmenn Tindastóls mættu ákveðnir til leiks og voru sterkara liðið í leiknum frá upphafi.  Strax í fyrstu sókn leiksins fékk Benni boltann og tók hann á rás með hann og brutu Magnamenn á honum á vítateigslínunni.  Fannar Örn tók aukaspyrnuna og hamraði boltanum í innanverða stöngina en inn vildi boltinn ekki.  Þrátt fyrir flottar sóknir og nokkur álitileg færi kom fyrsta mark leiksins ekki fyrr en á 33. mínútu.  En þá kom flott fyrirgjöf frá hægri og eftir smá þvögu þá sneri Fannar Freyr varnarmann af sér og skoraði af miklu öryggi.

Annað mark leiksins kom eftir hornspyrnu.  En þá gekk Magnamönnum illa að hreinsa boltann frá markinu og barst boltinn út í teiginn til Kristins sem skaut boltanum í varnarmann og lak boltinn í netið.  Markið var skráð sem sjálfsmark en Kristinn segist hafa ætlað að gera þetta og því skráum við markið réttilega á hann.  Þannig var staðan í hálfleik 2 – 0 fyrir Tindastóli.

Seinni hálfleikurinn var einnig mjög vel leikinn af Tindastóli, þar sem liðið hélt boltanum ágætlega og náði mörgum flottum sóknum.  Það var helst tréverkið sem kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri í leiknum.  Ívar átti tvö skot sem höfnuðu í tréverkinu, annað fór í innanverða stöngina en hitt í slánna úr aukaspyrnu.  Arnar Skúli átti mjög flotta rispu upp allan völlinn og endaði hana með því að þruma boltanum í innanverða stöngina.  Svo átti Óskar Smári gott skot sem hafnaði í slánni.  En þrátt fyrir margar flottar sóknir í seinni hálfleik þá var ekkert mark skorað.

Leikurinn var á heildina litið vel leikinn og sanngjarn 2 – 0 sigur í höfn.

Skiptingar:
Fannar Freyr út – Konni inn á 44. mín
Kristinn út – Kári inn á 46. mín
Bjarki Már út – Guðni inn 61. mín
Ívar út – Hólmar Daði inn 76. mín
Bjarni Smári út – Ágúst inn á 79. Mín

 

Æfingarleikur

Á sunnudeginum 30. mars var leikinn æfingaleikur gegn varaliði Þórs.  Leikið var á KA-gervigrasinu og þvílíkt blíðskapa veður.

En í upphafi leiks var eins og leikmenn Tindastóls væru ekki vaknaði því Þór komst í 1 -0 fljótlega með marki úr aukaspyrnu.  Og áður en langt um leið þá skoruðu Þórsarar annað mark úr skyndisókn.  En sem betur fer þá vöknuðu leikmenn Tindastóls og fóru að leika betur.  En staðan var 2 – 0 í hálfleik. 

Í hálfleik var farið aðeins yfir málin og voru leikmenn ákveðnir í að gera betur í seinni hálfleik.  Enda var það eins og nýtt lið mætti leiks í seinni hálfleik.  Voru Tindastóls leikmenn mun ákveðnari og snarpari í öllum sínum aðgerðum. 

Um miðjan hálfleikinn átti Tindastóll hornspyrnu og náðu Þórsarar að ekki hreinsa boltann nógu vel frá marki og barst boltinn út á hægri kant á Guðna.  Guðni kom þá með hnitmiðaða sendingu beint á kollinn á Bjarka Má, sem stangaði boltann í bláhornið.  Staðan því orðin 2 – 1.

Fáeinum mínútum síðar þá tekur Konni aukaspyrnu á miðjunni og sendir boltann inn í vítateig Þórsarana.  Þar sem Bjarki Már nær að skalla boltann inn í teiginn þar sem Hólmar Daði kemur á ferðinni og klárar færið vel.  Staðan orðin því jöfn 2 – 2.

Í kringum 75. mínútu þá ná Þórsararnir forustunni aftur og eftir það mark var eins og bensínið væri á þrotum hjá Tindastólsmönnum því að Þór bætti svo við þremur mörkum það sem eftir lifði.

Tindastóls liðið spilaði hérna sinn annan leik á tveimur dögum og vorum margir flottir punktar í leiknum, þrátt fyrir ósigur.

Þeir leikmenn sem tóku þátt í leiknum voru:  Stefán Árna, Arnar Skúli, Bjarki Már, Kári, Ágúst, Konni, Guðni, Stinni, Hólmar, Ívar, Benni, Óskar og Bjarni Smári.