1.deild karla

Það var ekki skemmtilegur fótboltinn sem leikinn var í sunnanrokinu á Króknum í dag.  Tindastóll tók á móti Víkingum sem sigruðu verðskuldað 0 - 3

 

Þrátt fyrir tapið þá féllu úrslit dagsins með okkur og tryggði lið Tindastóls veru sína í 1. deild að ári sem er í sjálfu sér frábært afrek.

 

Næsti leikur er útileikur gegn Haukum og síðan heimaleikur við BÍ/Bolungarvík