05.01.2018
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastólsmenn héldu í Breiðholtið í gær og léku við spræka ÍR-inga í Dominos-deildinni. Reiknað var með hörkuleik eins og oftast þegar þessi lið mætast og sú varð raunin. Heimamenn höfðu þó undirtökin nánast allan leikinn en sigruðu hálf slappt lið Tindastóls sem á það til að sýna sínar verri hliðar í kjölfar jóla. Lokatölur 83-75 fyrir ÍR.
Lesa meira
21.12.2017
Sædís Bylgja Jónsdóttir
Jólafrí í körfunni hafið
Lesa meira
08.12.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Ekki náðu Tindastólsmenn að hrista af sér KR-slenið þegar Njarðvíkingar mættu í Síkið í gærkvöldi. Gestirnir áttu hörkuleik og sérstaklega lék Logi Gunn við hvern sinn fingur og gerði Stólunum lífið leitt. Einhvern neista vantaði í lið heimamanna sem voru án Chris Caird og Axels auk þess sem Björgvin virtist vera í einhverju straffi hjá Martin og kom ekki við sögu. Lokatölur voru 93-100 fyrir Njarðvík og vonandi ná Stólarnir að rétta úr kútnum áður en lið ÍR kemur í heimsókn í Maltbikarnum á mánudag.
Lesa meira
06.12.2017
Sædís Bylgja Jónsdóttir
Þjálfarar yngri flokka landsliða hafa valið hóp til þess að æfa um jólin og eigum við Tindastóls menn nokkra leikmenn þar
Lesa meira
04.12.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Það leit allt út fyrir hörkuleik í DHL-höllinni í kvöld þegar lið KR og Tindastóls mættust í einum af stórleikjum tímabilsins í Dominos-deildinni. Það væri þó synd að segja að Stólarnir hafi mætt til leiks að þessu sinni því KR-ingar hreinlega rúlluðu yfir okkar menn. Eins og stundum áður í viðureignum þessara liða þá var það Brynjar Þór Björnsson sem þurfti endilega að hitta á stjörnuleik. Lokatölur voru 97-69 fyrir KR.
Lesa meira
16.11.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Það var boðið upp á frekar kostulegan leik í Síkinu í kvöld þegar lið Þórs frá Þorlákshöfn mætti á Krókinn. Bæði liðin tefldu fram splunkunýjum Könum og voru báðir talsvert ryðgaðir við fyrstu sýn. Þórsarar stóðu í Tindastólsmönnum langt fram í annan leikhluta en þegar Stólarnir stigu upp í varnarleiknum þá sprungu gestirnir á limminu og heimamenn biðu kærlega að heilsa. Lokatölur 92-58.
Lesa meira
10.11.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Eins og flestir stuðningsmenn körfuboltaliðs Tindastóls vita þá varð Antonio Hester, erlendur leikmaður Stólanna, fyrir slæmum meiðslum í sigurleiknum gegn liði Keflavíkur í gærkvöldi. Kappinn gat ekki stigið í fótinn eftir að hann virtist snúa sig en nú er komið í ljós að meiðslin voru alvarlegri en fyrst var talið því Hester er ökklabrotinn.
Lesa meira
10.11.2017
Sædís Bylgja Jónsdóttir
9 flokkur stúlkna og 7 flokkur drengja spila fyrir sunnan um helgina
Lesa meira
10.11.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastólsmenn tóku rúntinn suður í Keflavík í gær og léku á alsoddi gegn gestrisnum heimamönnum. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og lið Tindastóls mætti með fullan tank af baráttu og góðum liðsanda. Þeir höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og eftir að Hester varð frá að hverfa vegna meiðsla um miðjan annan leikhluta þá stigu menn bara upp og léku gestgjafana grátt. Lokatölu 88-97 fyrir Tindastól.
Lesa meira
07.11.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Dregið var í átta liða úrslit Maltbikarsins í höfuðstöðvum KKÍ í hádeginu í dag. Lið Tindastóls var að sjálfsögðu í hattinum eftir glæsilegan sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í gær. Líkt og í fyrri umferðum dróst lið Tindastóls gegn úrvalsdeildarliði en Stólarnir mæta ÍR-ingum og verður spilað í Síkinu annað hvort 10. eða 11. desember.
Lesa meira