Keflvíkingar fengu að kenna á eigin meðulum í Sláturhúsinu

Tindastólsmenn gerðu góða ferð í Keflavíkina í gær þar sem þeir mættu liði heimamanna sem hefur verið að gera got mót í Dominos-deildinni. Heldur hefur þó fjarað undan þeim Suðurnesjaköppum upp á síðkastið og Stólarnir létu þá aldeilis bragða á eigin meðali í fyrri hálfleik, keyrðu yfir heimamenn sem vissu ekki hvað snéri upp eða niður í Sláturhúsinu þar sem þeir eiga að þekkja hverja fjöl. Stólarnir slökuðu einum ef ekki tveimur of mikið á þegar líða fór á leikinn og mátti litlu muna að Keflvíkingar næðu að stela sigrinum í blálokin. Lokatölur 82-86 og frábær sigur staðreynd.
Lesa meira

Dempsey og Lewis magnaðir í góðum sigri á Snæfelli

Tindastóll og Snæfell mættust í Síkinu í kvöld í 18. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Hólmarar urðu að láta það duga að mæta til leiks með sjö menn og þar af var einn þeirra aðstoðarþjálfari liðsins. Það varð því snemma ljóst að það yrði brekka í þessu fyrir gestina og ekki var það til að hjálpa þeim að Lewis og Dempsey voru óstöðvandi í liði Stólanna. Lokatölur eftir ansi skemmtilegan leik voru 114-85 fyrir Tindastól.
Lesa meira

Sterkur lokasprettur Stólanna

Sprækir Njarðvíkingar mættu í Síkið í kvöld og spiluðu hörkuleik við lið Tindastóls. Gestirnir voru lengstum skrefinu á undan með Loga Gunnars í stuði og Atkinson ólseigan en Stólarnir reyndust þó seigari á lokametrunum, náðu forystunni þegar mestu skipti og gestirnir fóru á taugum. Lokatölur 88-79 fyrir Tindastól.
Lesa meira

Svekkjandi tap eftir dramatískar lokamínútur í Síkinu

Tindastóll og Þór Þorlákshöfn mættust í háspennuleik í Síkinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Bæði liðin voru með 14 stig fyrir umferðina og leikurinn því mikilvægur fyrir úrslitakeppnina. Stólarnir voru betri í fyrri hálfleik en Þórsarar komu til baka í þeim seinni í lokafjórðungnum skiptust liðin á um að hafa forystuna. Á æsipennandi lokakafla voru það gestirnir, með Vance Hall í óstöðvandi stuði, sem höfðu betur. Lokatölur 78-80.
Lesa meira

Króksamót

Lesa meira

Gott að byrja árið á sigri

Það er gömul lumma að halda því fram að jólasteikin flækist fyrir körfuboltamönnum í fyrsta leik eftir jól. Það virðist þó ýmislegt til í gömlum lummum því leikur Tindastóls og ÍR í Síkinu í kvöld var ekki til útflutnings. Stólarnir gerðu þó nóg til að eigna sér stigin tvö sem í boði voru. Lokatölur 79-68 eftir sterkar lokamínútur heimamanna.
Lesa meira

Grátlegt tap gegn KR í framlengdum leik í Vesturbænum

Skagfirðingar kepptu á þremur vígstöðvum í sjónvörpum landsmanna í gærkvöldi og máttu bíta í það súra epli að fara halloka á þeim öllum. Frammistaðan var hins vegar til mikillar fyrirmyndar og geta keppendur í Útsvari, The Voice og körfuboltalið Tindastóls borið höfuðið hátt þrátt fyrir svekkelsið. Tindastóll tapaði fyrir liði Íslandsmeistara KR í Vesturbænum eftir æsispennandi og að lokum framlengdan leik. Lokatölur 80-76.
Lesa meira

Þrjár frá Tindastóli í æfingahópum yngri landsliða KKÍ

Þjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa valið sína fyrstu æfingahópa fyrir verkefni næsta sumars og þar á meðal eru þrjár stúlkur frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls. Þær eru Linda Þórdís B. Róbertsdóttir í U18 og Alexandra Ósk Guðjónsdóttir og Telma Ösp Einarsdóttir í U16.
Lesa meira

Við erum búin að endurheimta Stólana okkar!

Tindastóll tók á móti toppliði Keflvíkur í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld og það var heldur betur fjör í sjóðheitu Síkinu. Slenið sem hefur legið eins og mara yfir leikmönnum Stólanna í haust var á bak og burt og nú kannaðist maður aftur við baráttuna og leikgleðina sem einkenndi liðið síðasta vetur. Keflvíkingar voru reyndar fullir af sjálfstrausti og spiluðu á köflum glimrandi körfubolta en í kvöld voru það heimamenn í Tindastóli sem bitu betur á jaxlinn þegar mestu máli skipti. Lokatölur 97-91.
Lesa meira

Ljótasti sigur í heimi en sigur þó lykilatriðið

Hann var ekki fallegur leikur Tindastóls og Hattar í Síkinu í kvöld í Dominos-deildinni í körfubolta og sérstaklega voru heimamenn flatir. Ef eitthvað bit hefði verið í Hattarmönnum þá hefðu þeir stolið þessu undir lokin. Það góða við leikinn er að hann er búinn og skilaði tveimur stigum á töfluna til Tindastóls.
Lesa meira