Unglingaflokkur karla Íslandsmeistarar

Laugardaginn 25.apríl hélt unglingaflokkur af stað í sína síðustu keppnisferð á tímabilinu og var ferðinni heitið í Stykkishólm. Þar kepptu strákarnir gegn sterku liði Fsu um Íslandsmeistaratitilinn. Það er skemmst frá því að segja að Tindstólsstrákar unnu þann leik  74-71 í hörkuleik og fullkomnuðu þar með tímabilið  taplausir í deildinni. Viðar fékk viðurkenningu fyrir mann leiksins með 13 stig, 17 fráköst og helling af framlagsstigum. Stigahæstir  voru Ingvi Rafn með 20 stig og Pétur Rúnar með 17 stig.  Lið unglingaflokks  skipa: Ingvi Rafn, Páll, Jónas, Sigurður Páll, Friðrik Þór, Viðar, Finnbogi, Pétur Rúnar, Hannes Ingi, Friðrik Hrafn, Hlynur Freyr, Pálmi og Ásbjörn.