MÍ aðalhluti

95. meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Akureyri um helgina. Aðstæður voru krefjandi fyrir keppendur mótsins vegna veðurs, en meðal annars þá snjóaði á mótinu.

Við áttum 8 keppendur á mótinu og náðu þau góðum árangri.

Ísak Óli Traustason varð Íslandsmeistari í 110 metra grindahlaupi en hann hljóp úrslitahlaupið á 15,05 sekúndum. Ísak varð síðan einnig í þriðja sæti í 100 metra hlaupi.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson er að koma sér af stað eftir erfið veikindi og landaði hann öðru sæti í 200 metra hlaupi. 

Stefanía Hermannsdóttir nældi sér í þriðja sætið í spjótkasti og fimmta sætið í kringlukasti.

Sveinbjörn Óli Svavarsson endaði í sjötta sæti í bæði 100 metra hlaupi og 200 metra hlaupi.

Andrea Maya Chirikadzi varð í fimmta sæti í spjótkasti og áttunda sæti í kringlukasti.

Rúnar Ingi Stefánsson lenti í sjöunda sæti í kúluvarpi.

Daníel Þórarinsson hljóp bæði 100 m hlaup og 400 m hlaup en komst ekki í úrlsit. 

Þorkell Stefánsson tók ekki þátt vegna meiðsla.