Johanna Henriksson ráðin þjálfari hjá Knattspyrnudeild Tindastóls

Johanna Henriksson skrifar undir.
Johanna Henriksson skrifar undir.

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið Svíann Johönnu Henriksson sem þjálfara hjá deildinni. Johanna mun sjá um markmannsþjálfun ásamt því að vera aðalþjálfari 3. flokks kvenna og nýstofnaðs 2. flokks kvenna. Jojo er líka hluti af þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og karla í formi markmannsþjálfunar.

Donni þjálfari meistarflokka Tindastóls hefur áður unnið með Johönnu en hún kom fyrst til Íslands sem markmaður hjá Þór/KA fyrir nokkrum árum og stóð sig vel. Þá þjálfaði Donni Þór/KA.

"Ég er svakalega glaður að fá Johönnu Henriksson eða Jojo eins og við köllum hana inn í þjálfaraliðið okkar.  Johanna kom fyrst til Íslands sem markmaður hjá Þór/KA fyrir nokkrum árum og stóð sig vel. Það sem hún kemur með sem þjálfari er mikill metnaður og ástríða. Hún leggur sig alltaf fram og er drífandi og jákvæður einstaklingur. Jojo vill læra og gera allt sem hún gerir eins vel og kostur er. Við erum að mínu mati einstaklega heppin að fá svona flottan þjálfara til liðs við okkur og hún mun klárlega leggja sitt að mörkum til að gera alla í kringum sig betri."

"Ég vona að allir taki sérstaklega vel á móti Jojo sem mun vafalaust setja skemmtilegan svip á starfið okkar," segir Donni.