Tindastóll fékk bíl að gjöf

Það var FISK Seafood á Sauðárkróki sem gaf Tindastóli þessa höfðinglegugjöf. Um er að ræða Mercedes Benz Sprinter 519 CDI. Bifreiðin er ný og öll hin glæsilegasta og tekur 17 farþega. Það var Jón E. Friðriksson framkvæmdastjóri FISK Seafood sem afhenti aðalstjórn Tindastóls bílinn. Jón lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að iðkendur íþrótta hjá Tindastóli væru öruggir á ferð um landið og þessi bíll mun svo sannarlega stuðla að því, auk þess sem hann mun draga verulega úr ferðakostnaði iðkenda. Gunnar Gestsson formaður Tindastóls tók við gjöfinni og bauð viðstöddum að skoða bifreiðina og loks var öllum boðið á rúntinn í nýja bílnum.

Aðalstjórn Tindastóls vill þakka FISK Seafood fyrir þessa veglegu gjöf sem mun breyta miklu fyrir starfsemi félagsins.