Úrslit helgarinnar

10. flokkur drengja með þjálfara sínum. Mynd: Sædís Bylgja.
10. flokkur drengja með þjálfara sínum. Mynd: Sædís Bylgja.

Þrír flokkar léku um helgina. 10. flokkur drengja spilaði á törneringu í Þorlákshöfn, unglingaflokkur kvenna útileik gegn Keflavík og unglingaflokkur karla heimaleik gegn Keflavík. 

10. flokkur drengja fór heldur fámennur frá Sauðárkróki en aðeins fimm leikmenn áttu heimangengt um helgina. Þeir höfðu því engan skiptimann og spiluðu allir, allan tímann í öllum leikjunum. Þrátt fyrir það höfðu þeir einn sigur en töpuðu hinum tveimur leikjunum naumlega. Frábær barátta og góður árangur hjá strákunum miðað við leikmannafjölda.

Unglingaflokkur kvenna tapaði stórt í TM-höllinni eða 41:82 en unglingaflokkur karla marði sigur á heimavelli, 99: 93 í jöfnum og skemmtilegum leik. Pétur Rúnar átti góðan leik, var kominn með 27 stig í hálfleik.