Toppslagur í kvöld: Tindastóll - Stjarnan

Helgi Freyr setur vonandi nokkra þrista í kvöld. Mynd: Hjalti Árna.
Helgi Freyr setur vonandi nokkra þrista í kvöld. Mynd: Hjalti Árna.

Í kvöld mætast Tindastóll og Stjarnan í Domino's deild karla.

Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og með sigri í kvöld geta okkar menn komið sér í annað sæti.

Aðeins fimm umferðir eru eftir af Domino's deildinni og því hver leikur mjög mikilvægur í þessari mjög svo spennandi deild.

Stöð 2 sport verður með beina útsendingu frá Króknum en við hvetjum okkar fólk að sjálfsögðu til að mæta í Síkið.

Áfram Tindastóll!!!