Tindastóll - KR í kvöld

Það verður brjálað stuð í Síkinu í kvöld þegar okkar menn taka á móti KR-ingum. Tindastóll hefur unnið 5 af síðustu 6 heimaleikjum gegn KR en það má búast við hörkuslag í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður hann sýndur á Stöð2 sport. Þá verða hamborgararnir á sínum stað, 1.000.- kr. með gosi.

Mætum öll í Síkið og styðjum við okkar menn - það verður háspenna lífshætta í kvöld :)
Áfram Tindastóll!!