Snæfell - Tindastóll á morgun

Á næstu viku fara fram þrír leikir í Domino's deild karla. 

Fyrsti leikurinn er gegn Snæfell úti en hann fer fram annað kvöld. Snæfell er í neðsta sæti deildarinnar en þrátt fyrir unga og efnilega leikmenn hafa þeir enn ekki unnið leik í vetur. Það verður því algjör skyldusigur hjá okkar mönnum annað kvöld. 

Þá eru tveir heimaleikir á dagskrá í næstu viku, á mánudaginn og fimmtudaginn. Á mánudaginn tökum við á móti Stjörnunni sem situr þegar þetta er skrifað í öðru sæti deildarinnar, með tveimur fleiri stigum en við. Leikurinn verður í beinni á Stöð2 sport. Á fimmtudaginn er svo annar heimaleikur, þá gegn Þór Þorlákshöfn sem situr í 4. sæti deildarinnar. 

Við hvetjum stuðningsmenn okkar til að fjölmenna á leikina.

Áfram Tindastóll!